Fréttir

Ný lyf á markað 1. febrúar 2015

Stutt samantekt um ný lyf sem komu á markaði 1. febrúar 2015

3.2.2015

Cofact, stungulyfsstofn og leysir, lausn. Lyfið er samsett úr 4 storkuþáttum og inniheldur protrombinfléttu úr mönnum. Lyfið inniheldur fjölda alþjóðlegra eininga storkuþátta. Lyfið er ætlað til meðferðar við blæðingum og fyrirbyggjandi meðferð gegn blæðingum við aðgerðir vegna áunnins skorts eða meðfædds skorts á K-vítamínháðum storkuþáttum eða vegna skorts á protrombínfléttustorkuþáttum þegar þörf er á að leiðrétta skortinn hratt. Lyfið er S-merkt og ávísun þess er bundin við sérfræðinga í blóðsjúkdómum.

Gazyvaro, innrennslisþykkni, lausn. Hvert 40 ml hettuglas af þykkni inniheldur 1.000 mg af obinutuzumab, sem jafngildir þéttni sem nemur 25 mg/ml fyrir þynningu. Lyfið er undir sérstöku eftirliti (merkt svarta þríhyrningnum) til að nýjar upplýsingar um öryggi lyfsins komist fljótt og örugglega til skila. Heilbrigðisstarfsmenn eru hvattir til að tilkynna allar aukaverkanir sem grunur er um að tengist lyfinu. Lyfið er S-merkt og ávísun þess er bundin við sérfræðinga í krabbameinslækningum og blóðsjúkdómum.

Levetiracetam Teva, filmuhúðaðar töflur. Hver filmuhúðuð tafla inniheldur 250 mg af levetiracetami. Lyfið er ætlað til einlyfjameðferðar við ýmsum tegundum flogaveiki. Lyfið er lyfseðilsskylt.

Pramipexole Sandoz, forðatöflur. Hver forðatafla inniheldur 3 mg af pramipexóltvíhýdróklóríð einhýdrati sem jafngildir 2,1 mg af pramipexóli. Lyfið er ætlað fullorðnum til meðferðar á einkennum Parkinsonsveiki (idiopathic Parkinson's disease), einar sér (án levódópa) eða í samsetningu með levódópa. Lyfið er lyfseðilsskylt.

Valsartan ratiopharm, filmuhúðaðar töflur. Hver filmuhúðuð tafla inniheldur 40 mg, 80 mg eða 160 mg af valsartani. Lyfið er ætlað til meðferðar við háþrýstingi hjá fullorðnum og hjá börnum og unglingum, 6 til 18 ára og við hjartabilun hjá fullorðnum. Lyfið er lyfseðilsskylt.

Sjá lista

Til baka Senda grein