Fréttir

Fundur með fulltrúum sjúklingasamtaka

Lyfjastofnun hélt kynningarfund með fulltrúum sjúklinga- og neytendasamtaka 30. janúar. s.l.

2.2.2015

Á fundinum héldu Rannveig Gunnarsdóttir, forstjóri Lyfjastofnunar og Jóhann M. Lenharðsson, sviðsstjóri skráningarsviðs erindi. 

Í erindi sínu fór Rannveig yfir hlutverk og starfsemi Lyfjastofnunar, markaðssetningu lyfja og ábyrgð markaðsleyfishafa, samstarf lyfjastofnana á Evrópska efnahagssvæðinu og nýlega Evrópulöggjöf um lyfjagát, fölsuð lyf og klínískar lyfjarannsóknir.

Jóhann sagði frá lyfjaskorti í erindi sínu, af hverju hann stafaði og hvernig Lyfjastofnun brigðist við þegar skortur væri yfirvofandi og hvernig samvinnu Lyfjastofnunar og lyfjafyrirtækja væri háttað við slíkar aðstæður.

Skyggnur Rannveigar Gunnarsdóttur

Skyggnur Jóhanns M. Lenharðssonar


Til baka Senda grein