Fréttir

Nýr forstjóri Lyfjastofnunar tók við 1. febrúar

Rúna Hauksdóttir Hvannberg tók við embætti forstjóra Lyfjastofnunar 1. febrúar 2015.

2.2.2015

Rúna lauk prófi í lyfjafræði frá Háskóla Íslands árið 1987, er með meistaragráðu í lyfjafræði frá King´s College háskólanum í London og meistaragráðu í heilsuhagfræði frá Háskóla Íslands.

Rúna var áður formaður og framkvæmdastjóri Lyfjagreiðslunefndar auk þess sem hún hefur sinnt stundakennslu í lyfjahagfræði við Háskóla Íslands. Rúna býr yfir víðtækri starfsreynslu á sviði lyfjamála, sem stjórnandi lyfjafyrirtækja og innan stjórnsýslunnar og hefur góða reynslu í erlendum samskiptum. Skipunartími í embætti forstjóra Lyfjastofnunar er fimm ár samkvæmt lyfjalögum.
Til baka Senda grein