Fréttir

Upplýsingar til apóteka - Stesolid töflur, 2 mg 25 stk. í sænskum pakkningum

Lyfjastofnun hefur veitt heimild til sölu á Stesolid töflum í sænskum pakkningum með öðru norrænu vörunúmeri á ytri umbúðum en er í lyfjaskrám.

18.12.2014

Lyfjastofnun vill vekja athygli á límmiða með íslenskri áletrun, sem festur er á hverja pakkningu, þar sem rétt norrænt vörunúmer kemur fram.

Umboðsmaður hefur upplýst Lyfjastofnun um að ofangreind pakkning sé tilbúin til dreifingar.

Til baka Senda grein