Fréttir

Notkun lyfja við sýkingum eykst í Danmörku og Noregi en dregst aðeins saman á Íslandi

Þróun notkunar sýkingalyfja til altækrar notkunar (systemic use), ATC-flokkur J, hefur tekið aðra stefnu á Íslandi en í Danmörku og Noregi.

16.12.2014

Íslendingar hafa þótt nota mikið af lyfjum við ýmsum sýkingum miðað við sumar nágrannaþjóðirnar. Þetta virðist vera að breytast og þó svo að hér á landi sé enn notað meira af þessum lyfjum en í mörgum öðrum löndum er munurinn ekki eins mikill og áður.

Á tímabilinu 2004 til 2013 hefur meðal notkun Íslandinga á sýkingalyfja til altækrar notkunar (systemic use), mæld í skilgreindum dagskömmtum (DDD) á hverja þúsund íbúa á dag, dregist saman um 2% en aukist í Noregi um 18% og í Danmörku um 26%.

Sjá samatekt um sölu sýkingalyfja á Íslandi

Til baka Senda grein