Fréttir

Upplýsingar til lyfjabúða - Tímabundin undanþága fyrir HTP augn- og eyrnadropa

Hydrocortison med Terramycin og Polymyxin B, í norskum pakkningum með heitinu „Terra-Cortril Polymyxin B“

8.12.2014

Til að leysa úr skorti hefur Lyfjastofnun veitt tímabundna heimild til sölu á norskri pakkningu Terra-Cortril Polymyxin B eyrnadropum 5 ml vörunúmer 134890 í stað pakkningar Hydrocortison med Terramycin og Polymyxin B vörunúmer 180729 í lyfjaverðaskrá.

Lyfjastofnun vill taka fram eftirfarandi:

  1. Lyfið Terra-Cortril Polymyxin B er sama lyf og Hydrocortison med Terramycin og Polymyxin B.

  2. Norska lyfið er skráð sem eyrnadropar en er samt sama lyf og er skráð á Íslandi sem augn- og eyrnadropar.

  3. Lyfinu verður umpakkað og útskýrt á límmiða á ytri umbúðum að um sama lyf sé að ræða þrátt fyrir mismunandi heiti og lyfjaform, en á innri umbúðum eru einungis upplýsingar á norsku, þ.e. heiti lyfs og lyfjaforms sem viðurkennt er þar í landi.

    Samkvæmt upplýsingum frá umboðsmanni er gert ráð fyrir að lyfið verði tilbúið til dreifingar í næstu viku.

Til baka Senda grein