Fréttir

Subutex fer af markaði um áramót

Subutex tungurótartöflur fara af markaði um næstu áramót. Notkun lyfsins hefur verið óveruleg og lyfið Suboxone er á markaði.

5.12.2014

Bæði lyfin eru ætluð sem uppbótarmeðferð við ópíatfíkn í tengslum við læknisfræðilega, félagslega og sálfræðilega meðferð.

Suboxone er samsett lyf sem inniheldur virka efnið búprenofín eins og Subutex en auk þess inniheldur Suboxone naloxon sem minnkar líkur á misnotkun.

Sjá nánar um ábendingu Suboxone í Lyfjaupplýsingum /sérlyfjaskrá.

Til baka Senda grein