Fréttir

Bréf til heilbrigðisstarfsmanna (DHPC) í sérlyfjaskrá

Mikilvægar upplýsingar um öryggi lyfja sem markaðsleyfishafar, í samvinnu við Lyfjastofnun, senda út í bréfi til heilbrigðisstarfsmanna (e. Direct Healthcare Professional Communication, DHPC) eru nú birtar í Lyfjaupplýsingum/sérlyfjaskrá.

3.12.2014

Þegar fram koma nýjar upplýsingar um áhættu/öryggi lyfja sem talið er nauðsynlegt að miðla fljótt til heilbrigðisstarfsfólks senda markaðsleyfishafar út bréf til heilbrigðisstarfsmanna. Yfirleitt eru bréfin send út í kjölfarið á viðræðum milli evrópskra lyfjayfirvalda og markaðsleyfishafa, og þegar við á eru bréf send út samtímis í mörgum Evrópulöndum.

Nú hafa tenglar á þessi bréf verið settir í Lyfjaupplýsingar/sérlyfjaskrá undir viðkomandi lyfjum.

Listi yfir þessi lyf verður eftir sem áður á vef Lyfjastofnunar.


Til baka Senda grein