Fréttir

Ný lyf á markað 1. desember 2014

Stutt samantekt um ný lyf sem komu á markað 1. desember 2014

3.12.2014

Adempas, filmuhúðaðar töflur. Hver tafla inniheldur 0,5 mg, 1 mg, 1,5 mg, 2 mg, eða 2,5 mg af riociguati. Hjálparefni með þekkta verkun er laktósa. Lyfið er ætlað við langvinnum lungnaháþrýstingur vegna segareks (CTEPH, Chronic thromboembolic pulmonary hypertension) og lungnaslagæðaháþrýstingur (PAH, Pulmonary arterial hypertension). Lyfið er undir sérstöku eftirliti til að nýjar upplýsingar um öryggi lyfsins komist fljótt og örugglega til skila. Heilbrigðisstarfsmenn eru hvattir til að tilkynna allar aukaverkanir sem grunur er um að tengist lyfinu. Lyfið er lyfseðilsskylt og ávísun þess er bundin við sérfræðinga í lungnalækningum og sérfræðinga í hjartalækningum.

Celecoxib Actavis, hörð hylki. Hvert hylki  inniheldur 100 mg eða 200 mg af celecoxibi. Lyfið er ætlað til meðhöndlunar á einkennum slitgigtar, iktsýki, og hryggikt hjá fullorðnum. Lyfið er lyfseðilsskylt.

JETREA, stungulyfsþykkni, lausn. Hvert hettuglas inniheldur 0,5 mg af ocriplasmíni í 0,2 ml lausn. Lyfið er ætlað fullorðnum til meðferðar á glerhlaupstogi (vitreomacular traction – VMT), þ.m.t. þegar það tengist sjónudepilsgati (macular hole) sem er 400 míkron eða minna í þvermál. Lyfið er undir sérstöku eftirliti til að nýjar upplýsingar um öryggi lyfsins komist fljótt og örugglega til skila. Heilbrigðisstarfsmenn eru hvattir til að tilkynna allar aukaverkanir sem grunur er um að tengist lyfinu. Lyfið er lyfseðilsskylt og ávísun þess er bundin við sérfræðinga í augnlækningum. Markaðssetning á Íslandi er háð því að Lyfjastofnun hafi staðfest að sérstök skilyrði er varða öryggi og verkun við notkun lyfsins séu uppfyllt.

Questran Loc, mixtúruduft, dreifa í skammtapokum. Hver skammtapoki inniheldur 4 g af kólestýramíni. Lyfið er ætlað við óhóflegri blóðfituhækkun, niðurgangur af völdum gallsýru eftir að hluti dausgarnar hefur verið numinn brott  sem og niðurgangi vegna aukins flæðis gallsýra í ristil. Lyfið er einnig ætlað sem kláðastillandi við gallrásarteppu. Lyfið er lyfseðilsskylt.

Quetiapin Sandoz, forðatöflur. Hver forðatafla 200 mg, 300 mg eða 400 mg af quetiapini. Hjálparefni með þekkta verkun er laktósa. Lyfið er ætlað til meðferðar við geðklofa og sem fyrirbyggjandi meðferð við bakslagi hjá geðklofasjúklingum í jafnvægi sem hafðir eru á viðhaldsmeðferð með quetiapini. Lyfið er lyfseðilsskylt.

Tecfidera, magasýruþolið hart hylki. Hvert hylki inniheldur120 mg eða 240 mg af dímetýlfúmarati. Lyfið er ætlað til meðferðar við MS-sjúkdómi með endurteknum köstum hjá fullorðnum sjúklingum. Lyfið er lyfseðilsskylt og  ávísun þess er bundin við sérfræðinga í taugasjúkdómum.

Triumeq, filmuhúðaðar töflur. Hver filmuhúðuð tafla inniheldur 50 mg af dolutegravíri (sem natríum), 600 mg af abacavíri (sem súlfat) og 300 mg af lamivúdíni. Lyfið er ætlað til meðferðar við HIV-sýkingu (Human Immunodeficiency Virus) hjá fullorðnum og unglingum eldri en 12 ára sem vega a.m.k. 40 kg. Lyfið er undir sérstöku eftirliti til að nýjar upplýsingar um öryggi lyfsins komist fljótt og örugglega til skila. Heilbrigðisstarfsmenn eru hvattir til að tilkynna allar aukaverkanir sem grunur er um að tengist lyfinu. Lyfið er lyfseðilsskylt og ávísun þess er bundin sérfræðingum í smitsjúkdómum. Markaðssetning á Íslandi er háð því að Lyfjastofnun hafi staðfest að sérstök skilyrði er varða öryggi og verkun við notkun lyfsins séu uppfyllt.

Sjá lista

Til baka Senda grein