Fréttir

Upplýsingar um aukaverkanir lyfja aðgengilegar á vef Lyfjastofnunar Evrópu

Lyfjastofnun Evrópu hvetur almenning til að tilkynna grun um aukaverkanir lyfja.

26.11.2014

Á nýrri vefsíðu Lyfjastofnunar Evrópu, EMA, er hægt að sjá fjölda tilkynninga um aukaverkanir lyfja sem hafa markaðsleyfi á Evrópska efnahagssvæðinu og einnig aukaverkanir sem tilkynntar hafa verið utan þess.

Tilkynningar um aukaverkanir lyfja gera heilbrigðisyfirvöldum kleift að vakta öryggi lyfja og með því að yfirfara allar tilkynningar hámarka þau vitneskju um örugga og árangursríka verkun lyfja.

Lyfjastofnunum á Evrópska efnahagssvæðinu og markaðsleyfishöfum lyfja ber skylda til að senda tilkynningar sem þeim berast í sameiginlegan gagnagrunn um aukaverkanir lyfja, EudraVigilance. Upplýsingarnar sem nú eru aðgengilegar öllum koma beint úr þessum gagnagrunni.

Hafa ber í huga að að í grunninum er tilgreindur fjöldi aukaverkana án tillits til hversu stór notendahópur lyfjanna er.

Sjá nánar

Til baka Senda grein