Fréttir

Til markaðsleyfishafa – Íslenskar þýðingar á nýjum staðalheitum

Drög að nýjum íslenskum þýðingum á staðalheitum liggja nú fyrir.

18.11.2014

Drög að nýjum íslenskum þýðingum á staðalheitum fyrir lyfjaform sem samþykkt hafa verið hjá evrópsku lyfjaskránni (EDQM) liggja nú fyrir.  Um er að ræða  3 ný staðalheiti þar af tvö samsett staðalheiti þar sem skeytt er saman tveimur eða fleiri áður samþykktum þýðingum lyfjaforma/íkomuleiða/umbúða

Áður en ný staðalheiti verða send til EDQM til birtingar er hagsmunaaðilum boðið að senda Lyfjastofnun athugasemdir við þýðingarnar, sjá meðfylgjandi skjal.   Athugasemdir ásamt útskýringum og e.t.v.  nýjum tillögum að þýðingum, leiðréttingum eða ábendingum skulu sendar í því skjali sem er til umsagnar, þ.e. í dálkinum lengst til hægriog  berast á netfangið [email protected] auðkennt „Athugasemdir við staðalheiti“, eigi síðar en 3. desember n.k.

Til baka Senda grein