Fréttir

Ráðningarferill forstjóra Lyfjastofnunar Evrópu, EMA, dæmdur ógildur.

Sérstakur dómstóll Evrópusambandsins (The European Union Civil Service Tribunal) úrskurðaði, 13. nóvember sl., að ráðningarferill forstjóra stofnunarinnar hafi verið ógildur.

14.11.2014

Dómstóllinn hefur með úrskurði sínum fellt úr gildi ákvörðun framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins um val á hæfum umsækjendum um stöðu forstjóra EMA. Afleiðing þess úrskurðar er að val framkvæmdastjórnar EMA á Guido Rasi er einnig dæmd ógild.  

Formaður framkvæmdastjórnar EMA, Kent Woods, tók fram að úrskurðurinn snerist um tæknileg formsatriði en ekki um hæfni eða getu Guido Rasi til starfsins sem hann hefur rækt með sóma frá nóvember 2011.

Í framhaldi af þessum úrskurði ákváðu framkvæmdastjórn Evrópusambandsins og framkvæmdastjórn EMA að varaforstjóri EMA, Andreas Pott, taki við forstjórastöðunni þar til ráðið verður aftur í stöðuna að nýju. 

Sjá frétt EMA
Til baka Senda grein