Fréttir

Um það bil 15% allra lyfja, sem seld eru hér á landi, eru seld án lyfseðils.

Á 5 ára tímabili hefur lausasala bólgueyðandi lyfja aukist um 25%.

7.11.2014

Notkun lausasölulyfja virðist vera frábrugðin notkun sambærilegra lyfja í Danmörku.  Fyrir þessu geta legið ýmsar ástæður t.d. verð og greiðsluþátttaka trygginga í lyfjakostnaði, aðgengi að læknum og lyfjabúðum og reglur um lausasölu. Auk þessa hafa auglýsingar einhver áhrif á sölu þessara lyfja.

Það er útbreiddur misskilningur að lausasölulyf séu skaðlaus vegna þess að hægt er að kaupa þau án lyfseðils. Eins og með öll önnur lyf er mikilvægt að nota lausasölulyf samkvæmt leiðbeiningum sem fylgja hverri pakkningu en einnig er hægt að finna á vef Lyfjastofnunar undir lyfjaupplýsingum eða www.serlyfjaskra.is.

Notkun lausasölulyfja getur haft áhrif á verkun annarra lyfja. Einnig er mikilvægt að tilkynna ef grunur leikur á aukaverkunum eða eiturverkunum af völdum lausasölulyfja eins og allra annarra lyfja. Það er hægt að gera á vef Lyfjastofnunar www.lyfjastofnun.is/Lyfjagat/tilkynna/.

Sjá samantekt um lausasölu lyfja.
Til baka Senda grein