Fréttir

Ný lyf á markað 1. nóvember 2014

Stutt samantekt um ný lyf sem komu á markað 1. nóvember 2014

5.11.2014

ANORO, innöndunarduft, afmældir skammtar. Hver stök innöndun gefur skammt sem jafngildir 55 míkróg af umeclidiniumi og 22 míkróg af vílanteróli. Hjálparefni með þekkta verkun er laktósa. Lyfið er ætlað til notkunar sem berkjuvíkkandi viðhaldsmeðferð gegn einkennum hjá fullorðnum sjúklingum með langvinna lungnateppu. Lyfið er undir sérstöku eftirliti til að nýjar upplýsingar um öryggi lyfsins komist fljótt og örugglega til skila. Heilbrigðisstarfsmenn eru hvattir til að tilkynna allar aukaverkanir sem grunur er um að tengist lyfinu. Lyfið er lyfseðilsskylt.

Felodipin ratiopharm, forðatöflur. Hver forðatafla inniheldur 2,5 mg, 5 mg eða 10 mg af felodipini. Hjálparefni með þekkta verkun er laktósaeinhýdrat. Lyfið er ætlað við háþrýstingi (essential hypertension). Lyfið er lyfseðilsskylt.

ReFacto AF, stungulyfsstofn og leysir, lausn. Hvert hettuglas inniheldur 250, 500, 1000, 2000, eða 3000 a.e. af moroctocog alfa. Lyfið er ætlað til að meðhöndla og fyrirbyggja blæðingar hjá sjúklingum með dreyrasýki A (meðfæddur skortur á storkuþætti VIII). Lyfið er lyfseðilsskylt og ávísun þess er bundin við sérfræðinga í blóðsjúkdómum.

Ursochol, hörð hylki. Hvert hylki inniheldur 250 mg eða 500 mg af ursodeoxycholsýru. Lyfið er ætlað til að leysa upp gallsteina í gallblöðru.Lyfið er lyfseðilsskylt.

Vetrimoxin L.A., stungulyf, dreifa. Hver ml af stungulyfi, dreifu inniheldur amoxicillín (sem þríhýdrat) 150 mg. Lyfið er ætlað til meðferðar við öndunarfærasýkingum hjá nautgripum og svínum. Lyfið er lyfseðilsskylt.

Sjá lista

Til baka Senda grein