Fréttir

Ursodeoxýkólínsýra (Ursochol) á markað

3.11.2014

1. nóvember kom sérlyfið Ursochol, 250 mg hylki á markað. Lyfið inniheldur ursodeoxýkólínsýru og leysir því af tvö lyf sem flutt hafa verið inn gegn undanþágu, Ursofalk 250 og 500 mg hylki og Destolit 150 mg töflur.
Þar sem Ursochol er með íslenskt markaðsleyfi eru samþykktar upplýsingar
birtar á www.serlyfjaskra.is og lyfinu ávísað með sama hætti og öðrum markaðssettum lyfjum en ekki með undanþágulyfseðli.
Í framhaldi verður Destolit fellt út af undanþágulista (1. febrúar 2015) og við það falla áður útgefnir undanþágulyfseðlar á lyfið úr gildi. Lyfjabúðum er því bent á að upplýsa viðskiptavini sína næst þegar þeir fá Destolit afgreitt að komið sé skráð lyf og þeir þurfi að ræða við lækninn sinn með fyrirvara áður en kemur að því að leysa út næsta skammt til þess að fá lyfseðil á skráða lyfið.
Undanþágulyfseðlar sem þegar hafa verið samþykktir fyrir Ursofalk halda gildi sínu þar til þeir renna úr gildi.
Til baka Senda grein