Fréttir

Lyfjastofnun áminnir lyfsöluleyfishafa Garðs Apóteks

Lyfjastofnun bendir á að lyfsöluleyfishafar eru eftirlitsskyldir aðilar sem stofnunin hefur reglubundið eftirlit með og er skylt að veita stofnuninni upplýsingar um starfsemi sína.

31.10.2014

Lyfsöluleyfishafinn er áminntur vegna rangrar upplýsingagjafar til Lyfjastofnunar, rangrar afgreiðslu lyfseðla og vegna starfshátta við afhendingu ávana- og fíknilyfja.  

Lyfjastofnun telur það varða áminningu að ekki skuli unnið eftir því verklagi í lyfjabúðinni sem lyfsöluleyfishafi hefur staðfest við stofnunina að unnið sé eftir.

Það skal tekið fram að lyfsöluleyfishafa var veitt áminning vegna margvíslegra brota á lyfjalögum með ákvörðun Lyfjastofnunar 10. desember 2013.

Til baka Senda grein