Fréttir

Umsóknir um niðurfellingu markaðsleyfis/brottfall úr lyfjaskrám

Breytt fyrirkomulag

29.10.2014

Lyfjastofnun hefur breytt leiðbeiningum um innsendingu umsókna um niðurfellingu markaðsleyfis/brottfall úr lyfjaskrám. Sjá heimasíðu stofnunarinnar. Héðan í frá er óskað eftir að þessar umsóknir séu sendar Lyfjastofnun með tölvupósti til [email protected]. Áfram skal fylla út þar til ætlað eyðublað en ekki þarf sérstakt fylgibréf.

Lyfjastofnun áréttar mikilvægi þessa að greinargóðar upplýsingar komi fram í eyðublaðinu, sem og í tölvupósti ef fram þurfa að koma ítarlegri upplýsingar en gert er ráð fyrir á eyðublaðinu.

Til baka Senda grein