Fréttir

Staða forstjóra Lyfjastofnunar senn auglýst til umsóknar

17.10.2014

Rannveig Gunnarsdóttir, forstjóri Lyfjastofnunar, hefur óskað eftir að láta af störfum frá og með 1. febrúar 2015. Heilbrigðisráðherra hefur orðið við þeirri ósk.
Rannveig hefur verið forstjóri Lyfjastofnunar frá því að stofnunin hóf starfsemi 1. nóvember 2000 og gegndi starfi skrifstofustjóra lyfjanefndar ríkisins, annars forvera Lyfjastofnunar, í fjögur ár þar á undan.
Gert er ráð fyrir að nýr forstjóri hefji störf 1. febrúar 2015.
Rannveig mun verða nýjum forstjóra innan handar eftir þörfum til 30. apríl 2015. Eðli málsins samkvæmt mun Rannveig ekki sinna öðrum störfum á því tímabili.
Til baka Senda grein