Fréttir

Upplýsingar til lyfjabúða - Lopress í pakkningum með heitinu „Losartan Actavis“

Tímabundin undanþága fyrir Lopress í pakkningum með heitinu „Losartan Actavis“

26.9.2014

Til að koma í veg fyrir skort, hefur Lyfjastofnun, veitt tímabundna heimild til sölu lyfsins Losartan Actavis töflur  12,5 mg  100 stk.

Á límmiða á ytri umbúðum kemur fram að um sé að ræða sama lyf og Lopress. Umboðsmaður hefur upplýst Lyfjastofnun um að ofangreind pakkning sé tilbúin til dreifingar frá og með 26. september 2014.

Til baka Senda grein