Fréttir

Til markaðsleyfishafa: Skammstafanirnar „Lot“ og „EXP“ á umbúðum lyfja

Lyfjastofnun Evrópu hefur birt lista yfir skammstafanir fyrir lotunúmer og fyrningu sem EES-ríkin heimila að notaðar séu á umbúðir dýralyfja.

26.9.2014

Lyfjastofnun Evrópu hefur birt lista yfir skammstafanir fyrir lotunúmer og fyrningardagsetningu sem EES-ríkin heimila að notaðar séu á umbúðir dýralyfja. Listi sem þegar er í gildi fyrir umbúðir lyfja fyrir menn var uppfærður fyrr á árinu.
Lyfjastofnun vill benda fyrirtækjum á að um innri og ytri umbúðir dýralyfja og mannalyfja gildir að allar Norðurlandaþjóðirnar samþykkja nú „Lot“ fyrir lotunúmer og „EXP“ fyrir fyrningardagsetningu enda sé skammstöfun á fyrningardagsetningu útskýrð í kafla 11 í fylgiseðli. Því er hægt að nota þessar skammstafanir á fjöllanda pakkningar Norðurlandanna og fá þannig aukið pláss fyrir annan texta. Flest önnur EES-ríki samþykkja einnig Lot og EXP.
Sjá hér:
dýralyf,
lyf fyrir menn.

Til baka Senda grein