Fréttir

Notkun verkjalyfja er minni á Íslandi en í Noregi og Danmörku.

Sterk verkjalyf eins og ópíóíðar vega aftur á móti þyngra í verkjalyfjanotkun Íslendinga en Dana og Norðmanna og hefur orðið breyting á því á síðustu árum.

26.9.2014

Verkjalyf eru þau lyf sem hvað oftast eru notuð hér á landi og víðar. Um það bil tíundi hver lyfjaskammtur sem notaður er á Íslandi er til að stilla verki.

Á síðasta ári greiddu Íslendingar hátt í 2 milljarða króna fyrir þessi lyf á smásöluverði með vsk.

Ópíóíðar (morfín og skyld lyf) vega þungt í verkjalyfjanotkun Íslendinga eða 35% af allri verkjalyfjanotkun. Í Danmörku er notkun ópíóíða 21% af öllum verkjalyfjum en 32% í Noregi.

Á Íslandi er notkun bólgueyðandi lyfja og gigtarlyfja meiri en í Danmörku og Noregi.

Árið 2013 voru 32% allra verkjalyfja seld í lausasölu á Íslandi og 47% allra bólgueyðandi lyfja og gigtarlyfja.

Sjá samantekt um verkjalyf
Til baka Senda grein