Fréttir

Ný lyf á markað 1. september 2014

Stutt samantekt um ný lyf sem komu á markað 1. september 2014

3.9.2014

Alendronat Bluefish, töflur. Hver tafla inniheldur jafngildi 70 mg af alendronsýru. Lyfið er ætlað til meðferðar á beinþynningu eftir tíðahvörf og til að draga úr hættu á samfalli hryggjarliða og mjaðmarbrotum. Lyfið er lyfseðilsskylt.

Amorolfin ratiopharm, lyfjalakk á neglur. Hver ml inniheldur 55,74 mg af amorolfinhýdróklóríði. Lyfið er ætlað við sveppasýkingum í nöglum af völdum húðsveppa, gersveppa og myglu án áhrifa á grunnbyggingu naglar. Lyfið er lausasölulyf.

ASA-ratiopharm, töflur. Hver tafla inniheldur 500 mg af acetylsalicylsýru. Lyfið er ætlað til meðferðar á vægum til miðlungi miklum verkjum og/eða hita. Þetta lyfjaform er eingöngu ætlað til notkunar hjá fullorðnum og börnum sem vega meira en 30 kg. Lyfið er lausasölulyf.

AUBAGIO, filmuhúðaðar töflur. Hver filmuhúðuð tafla inniheldur 14 mg af teriflúnómíði. Hjálparefni með þekkta verkun er laktósa (sem einhýdrat). Lyfið er ætlað til meðferðar hjá fullorðnum, við heila- og mænusiggi (MS) með bakslögum sem ganga til baka. Ávísun lyfsins er bundin við sérfræðinga í taugasjúkdómum. Markaðssetning á Íslandi er háð því að Lyfjastofnun hafi staðfest að sérstök skilyrði er varða öryggi og verkun við notkun lyfsins séu uppfyllt. Lyfið er undir sérstöku eftirliti (merkt svörtum þríhyrningi) til að nýjar upplýsingar um öryggi lyfsins komist fljótt og örugglega til skila. Heilbrigðisstarfsmenn eru hvattir til að tilkynna allar aukaverkanir sem grunur er um að tengist lyfinu. Lyfið er sjúkrahúslyf.

Bosulif, filmuhúðaðar töflur. Hver filmuhúðuð tafla inniheldur 100 mg eða 500 mg af bosutinibi (sem einhýdrat). Lyfið er ætlað til meðferðar hjá fullorðnum sjúklingum með Fíladelfíulitnings jákvætt (Ph+) langvinnt kyrningahvítblæði (chronic myeloid leukaemia, CML) í langvinnum fasa (chronic phase, CP), hröðunarfasa (accelerated phase, AP) eða bráðafasa (blast phase, BP), sem áður hafa fengið meðferð með einum eða fleiri týrosín kínasa hemlum og þar sem imatinib, nilotinib og dasatinib eru ekki talin viðeigandi meðferðarúrræði. Lyfið er sjúkrahúslyft og ávísun þess er bundin við sérfræðinga í blóðsjúkdómum.

Eliquis, filmuhúðaðar töflur. Hver filmuhúðuð tafla inniheldur 2,5 mg eða 5 mg af apixabani. Lyfið er ætlað sem forvörn gegn bláæðasegareki (VTE) hjá fullorðnum sjúklingum sem hafa gengist undir valfrjáls mjaðmarliðskipti eða hnéliðskipti og einnig sem forvörn gegn heilablóðfalli og segareki í slagæð hjá fullorðnum sjúklingum með gáttatif sem ekki tengist hjartalokusjúkdómum (non-valvular atrial fibrillation, NVAF) ásamt einum eða fleiri áhættuþáttum, svo sem sögu um heilablóðfall eða tímabundna blóðþurrð í heila (transient ischaemic attack, TIA), aldur ≥75 ára, háþrýstingi, sykursýki eða hjartabilun með einkennum (NYHA flokkur ≥ II). Lyfið er lyfseðilsskylt og markaðssetning á Íslandi er háð því að Lyfjastofnun hafi staðfest að sérstök skilyrði er varða öryggi og verkun við notkun lyfsins séu uppfyllt.

Hyprosan, augndropar, lausn. Hver ml inniheldur 3,2 mg af hypromellósa. Lyfið er ætlað sem gervitár til meðferðar við augnþurrki, þ.m.t. glæru- og tárusiggi (keratoconjunctivitis sicca), hjá fullorðnum. Lyfið er lausasölulyf.

Isotretinoin ratiopharm, mjúkt hylki. Hvert mjúkt hylki inniheldur 20 mg af isotretinoini. Lyfið er ætlað til meðferðar við slæmum þrymlabólum (s.s. hnúðóttum (nodular) þrymlabólum eða hnútörtum (conglobate) eða þrymlabólum þar sem hætta er á varanlegum örum) sem ekki svara hefðbundinni meðferð með sýklalyfjum og útvortis meðferð. Lyfið er lyfseðilsskylt og ávísun þess er bundin við sérfræðinga í húðsjúkdómum. Einungis er heimilt að ávísa 30 daga skammti handa konum á barnseignaraldri og lyfseðill gildir í 7 daga frá útgáfudegi fyrir þær. Markaðssetning á Íslandi er háð því að Lyfjastofnun hafi staðfest að sérstök skilyrði er varða öryggi og verkun við notkun lyfsins séu uppfyllt.

Misodel, skeiðarinnlegg. Hvert skeiðarinnlegg inniheldur 200 míkróg af mísóprostóli. In vivo losna að meðaltali 7 míkróg/klst. af mísóprostóli á 24 klst. tímabili. Virkt efni heldur áfram að losna svo lengi sem innleggið er í leggöngunum. Hjálparefni með þekkta verkun er bútýlhýdroxýanisól. Lyfið er lyfseðilsskylt og ávísun þess er bundin við sérfræðinga í kvensjúkdómum og fæðingahjálp.

Mylaukim, filmuhúðaðar töflur. Hver filmuhúðuð tafla inniheldur 100 mg eða 400 mg af imatinibi (sem mesilat). Lyfið er ætlað til meðferðar hjá:

  • börnum með nýlega greint Fíladelfíulitnings (bcr-abl) jákvætt (Ph+) langvarandi kyrningahvítblæði (chronic myeloid leukaemia [CML]), þar sem beinmergsskipti eru ekki talin eiga við sem fyrsta meðferð

  • börnum með Ph+ CML í stöðugum (chronic) fasa eftir að meðferð með interferon-alfa hefur ekki borið árangur, eða í hröðunarfasa (accelerated phase) eða í bráðafasa (blast crisis)

  • fullorðnum með Ph+ CML í bráðafasa (blast crisis)

  • fullorðnum og börnum með nýlega greint Fíladelfíulitnings jákvætt brátt eitilfrumuhvítblæði (acute lymphoblastic leukaemia) (Ph+ ALL) í tengslum við krabbameinslyfjameðferð

  • fullorðnum sjúklingum með endurkomið eða þrálátt Ph+ ALL, sem einlyfjameðferð

  • fullorðnum sjúklingum með mergrangvaxtarsjúkdóma/mergfrumnafjölgunarsjúkdóma (myelodysplastic/myeloproliferative diseases [MDS/MPD]) í tengslum við PDGFR (platelet-derived growth factor receptor) endurröðun erfðavísa

  • fullorðnum sjúklingum með langt gengið rauðkyrningagersheilkenni (hypereosinophilic syndrome [HES]) og/eða langvarandi rauðkyrningahvítblæði (chronic eosinophilic leukaemia [CEL]) með FIP1L1-PDGFRα endurröðun.

    Lyfið er sjúkrahúslyf og ávísun þess er bundin við sérfræðinga í krabbameinslækningum og blóðsjúkdómum.

Olysio, hörð hylki. Hvert hart hylki inniheldur simeprevír natríum sem samsvarar 150 mg af simeprevíri. Hjálparefni með þekkta verkun er laktósa. Lyfið er ætlað, ásamt öðrum lyfjum, til meðferðar við langvinnri lifrarbólgu C (CHC) hjá fullorðnum sjúklingum. Lyfið er sjúkrahúslyf og ávísun þess er bundin við sérfræðinga í smitsjúkdómum og sérfræðinga í meltingarfærasjúkdómum með sérþekkingu á lifrarsjúkdómum.

Opsumit, filmuhúðaðar töflur. Hver filmuhúðuð tafla inniheldur 10 mg macitentan. Hjálparefni með þekkta verkun er laktósa. Lyfið, í einlyfja meðferð eða samsettri meðferð, er ætlað til langtímameðferðar á lungnaháþrýstingi (pulmonary arterial hypertension, PAH) hjá fullorðnum sjúklingum. Lyfið er sjúkrahúslyf og ávísun þess er bundin við sérfræðinga í lungnalækningum og sérfræðinga í hjartalækningum. Markaðssetning á Íslandi er háð því að Lyfjastofnun hafi staðfest að sérstök skilyrði er varða öryggi og verkun við notkun lyfsins séu uppfyllt. Lyfið er undir sérstöku eftirliti (merkt svörtum þríhyrningi) til að nýjar upplýsingar um öryggi lyfsins komist fljótt og örugglega til skila. Heilbrigðisstarfsmenn eru hvattir til að tilkynna allar aukaverkanir sem grunur er um að tengist lyfinu.

Quetiapine Teva, filmuhúðaðar töflur. Hver filmuhúðuð tafla inniheldur 25 mg eða 100 mg af quetiapini (sem quetiapinfúmarat). Hjálparefni með þekkta verkun er laktósa. Lyfið er ætlað til meðferðar við geðklofa og geðhvarfasjúkdómi. Lyfið er lyfseðilsskylt.

Replagal, innrennslisþykkni, lausn. Hver ml af innrennslisþykkni inniheldur 1 mg af agalsídasa alfa. Lyfið er ætlað til að bæta upp ensímskort í langtímameðferð sjúklinga með staðfesta sjúkdómsgreiningu á Fabry-sjúkdómi (skort á α-galaktósídasa A). Lyfið er sjúkrahúslyf og ávísun þess er bundin við sérfræðinga í arfgengum efnaskiptasjúkdómum. Lyfið er undir sérstöku eftirliti (merkt svörtum þríhyrningi) til að nýjar upplýsingar um öryggi lyfsins komist fljótt og örugglega til skila. Heilbrigðisstarfsmenn eru hvattir til að tilkynna allar aukaverkanir sem grunur er um að tengist lyfinu.

Exagon vet., stungulyf, lausn. Hver ml inniheldur natríumpentóbarbital 400 mg. Lyfið er ætlað til aflífunar á hestum, smáhestum, nautgripum, svínum, hundum, köttum, minkum, mörðum (polecats), hérum, kanínum, naggrísum, hömstrum, rottum, músum, alifuglum, dúfum, fuglum, snákum, skjaldbökum, eðlum og froskum. Lyfið er eftirritunarskylt og má eingöngu nota handa dýrum þegar dýralæknir gefur það sjálfur (D).

GUDAIR, stungulyf fleyti. Lyfið er ónæmislyf ætlað sauðfé og geitfé og hver ml inniheldur óvirkjaða Mycobacterium paratuberculosis af stofni 316F ≥ 2 mm ITT avian PPD. Lyfið er lyfsðilsskylt og má eingöngu nota handa dýrum þegar dýralæknir gefur það sjálfur (D).

Sjá lista

Til baka Senda grein