Fréttir

Ekkert lát á notkun Íslendinga á lyfjum við athyglisbresti með ofvirkni

Allt bendir til að notkunin í ár verði meiri en á árinu 2013 - Notkun mest meðal fullorðinna.

1.9.2014

Notkun Íslendinga á lyfjum sem innihalda metýlfenidat og ætluð eru við athyglisbresti með ofvirkni jókst milli áranna 2012 og 2013 um 14%.

Á árinu 2013 var 62% af lyfjum í þessum flokki ávísað til sjúklinga 18 ára og eldri en var 59% árið áður.

Samkvæmt sölutölum fyrstu 6 mánaða ársins 2014 má ætla að aukning verði um 10%, úr 19,5 í 21,4 DDD á hverja 1.000 íbúa á dag.

Á 5 ára tímabili, 2009-2013, hefur notkun þessara lyfja aukist um 55%.

Notkun Íslendinga á lyfjum sem innihalda metýlfenidat er meira en tvöföld meðalnotkun annarra Norðurlandaþjóða.

 

Stækka mynd

Sjá einnig fréttir Lyfjastofnunar frá 24.6.2013

Til baka Senda grein