Fréttir

Ný lyf á markað 1. ágúst 2014

Stutt samantekt um ný lyf sem komu á markaði 1. ágúst 2014

5.8.2014

Erlibelle, filmuhúðaðar töflur. Hver filmuhúðuð tafla inniheldur 0,15 mg af levónorgestreli og 0,03 mg af etinýlestradíóli. Hjálparefni með þekkta verkun er laktósaeinhýdrat. Lyfið er ætlað sem getnaðarvörn til inntöku. Lyfið er lyfseðilsskylt.

Instanyl, nefúði, lausn í stakskammtaíláti. Hver skammtur inniheldur 50 míkróg, 100 míkróg eða 200 míkróg af fentanýli. Lyfið er ætlað til meðferðar við gegnumbrotsverkjum hjá fullorðnum sem fá viðhaldsmeðferð með ópíóíðum við langvinnum krabbameinsverkjum. Gegnumbrotsverkur er tímabundin elnun verkja sem þegar er veitt meðferð við. Lyfið er eftirritunarskylt og ávísun þess er bundin við sérfræðinga í krabbameinslækningum og öldrunarlækningum. Markaðssetning á Íslandi er háð því að Lyfjastofnun hafi staðfest að sérstök skilyrði um öryggi og verkun við notkun lyfsins séu uppfyllt.

Sertraline Portfarma, filmuhúðaðar töflur. Hver filmuhúðuð tafla inniheldur 50 mg eða 100 mg afsertralíni sem sertralínhýdróklóríð. Hjálparefni með þekkta verkun er laktósaeinhýdrat. Lyfið er ætlað til meðferðar við alvarlegum þunglyndisköstum og til að fyrirbyggja endurkomu alvarlegs þunglyndis, felmtursröskun (ofsahræðslu (panic disorder)), með eða án víðáttufælni (agoraphobia) og þráhyggju-árátturöskun (obsessive-compulsive disorder (OCD)) hjá fullorðnum og börnum og unglingum á aldrinum 6-17 ára og einning við félagslegri kvíðaröskun (Social anxiety disorder) og áfallastreituröskun (Post-Traumatic Stress Disorder (PTSD)). Lyfið er lyfseðilsskylt.

Striverdi Respimat, innöndunarlausn. Gefinn skammtur, sá skammtur sem fer í gegnum munnstykkið og nær til sjúklingsins í hvert sinn sem úðað er, inniheldur 2,5 míkrógrömm af olodateroli (sem hýdróklóríð). Lyfið er ætlað sem berkjuvíkkandi viðhaldsmeðferð hjá sjúklingum með langvinna lungnateppu (LLT). Lyfið er lyfseðilsskylt og er undir sérstöku eftirliti til að nýjar upplýsingar um öryggi lyfsins komist fljótt og örugglega til skila. Heilbrigðisstarfsmenn eru hvattir til að tilkynna allar aukaverkanir sem grunur er um að tengist lyfinu.  

Sjá lista
Til baka Senda grein