Fréttir

Öll ormalyf handa dýrum sem ekki gefa af sér afurðir til manneldis verða lyfseðilsskyld

Heimild til sölu tiltekinna ormalyfja án lyfseðils fellur úr gildi frá og með 1. september 2014.

5.8.2014

Lyfjastofnun hefur yfirfarið og endurmetið forsendur til sölu ormalyfja handa dýrum, án lyfseðils. Endurmatið náði til ormalyfja sem ætluð eru dýrategundum sem ekki gefa af sér afurðir til manneldis og var m.a. litið til mikilvægis eftirlits með notkun lyfja handa þeim. Niðurstaða Lyfjastofnunar er að öll slík dýralyf skuli vera lyfseðilsskyld. Ákvörðunin gildir frá 1. september 2014.
  
Markaðsleyfishöfum lyfjanna sem um ræðir hefur verið tilkynnt um þessa breytingu og gerðu þeir ekki athugsemdir við hana.
Til baka Senda grein