Fréttir

Levonorgestrel (NorLevo) hentar öllum konum sem neyðargetnaðarvörn, óháð líkamsþyngd

1.8.2014

Í nóvember 2013 komu fram upplýsingar um að levonorgestrel (NorLevo) hefði minni áhrif hjá konum yfir 75 kg. Lyfjastofnun Evrópu hefur farið yfir þau gögn sem lágu til grundvallar þessum upplýsingum og komist að þeirri niðurstöðu að levonorgestrel hentar öllum konum, óháð líkamsþyngd.
Til baka Senda grein