Fréttir


Fréttir

Af hverju Lyfjastofnun? – Lyfjagát

31.7.2014

Þar sem lyf eru aðeins prófuð í takmörkuðum hópi einstaklinga áður en þau er sett á markað, hafa ekki öll áhrif þeirra komið í ljós. Þannig gæti lyf haft aðrar og/eða alvarlegri aukaverkanir en talið var í fyrstu. Eftir að lyf kemur á markað fjölgar notendum þess og koma þá í ljós meiri upplýsingar um áhrif lyfsins. Þessar upplýsingar eru mikilvægar og eru nýttar til að upplýsa lækna og sjúklinga í þeim tilgangi að draga úr áhættu við notkun og tryggja sem besta verkun lyfs. Af þeim sökum er mikilvægt að tilkynna lyfjayfirvöldum ef sjúklingar fá aukaverkanir við notkun lyfja.
 
Sjá nánar um lyfjagát hér.
Til baka Senda grein