Fréttir


Fréttir

Amoxicillin ratiopharm fæst ekki lengur – Amoxicillin AL á undanþágulista

30.7.2014

Óskráða lyfið Amoxicillin ratiopharm mixtúrukyrni sem birt hefur verið á undanþágulista fæst ekki lengur.
Annað sérlyf, Amoxicillin AL, sem inniheldur amoxicillin 50 mg/ml á forminu amoxicillin tríhýdrat verður birt á undanþágulista 1. ágúst nk. Gert er ráð fyrir að það komi í sölu í síðasta lagi þriðjudaginn 5. ágúst. Glasið inniheldur 100 ml eftir blöndun. Leyfilegt hámarksverð lyfsins í smásölu er 4.091 kr.
Læknar þurfa að ávísa lyfinu á undanþágulyfseðli eins og Amoxicillin ratiopharm en apótekin geta afgreitt það strax. Apótek geta einnig breytt eldri undanþágulyfseðlum þar sem ávísað er Amoxicillin ratiopharm í Amoxicillin AL í samráði við lækni. Geymsluþol lyfsins eftir blöndun er 21 dagur við 2-8°C. Lyfið er með hindberjabragði og inniheldur súkrósa (2,13 g súkrósi/5 ml). Merkingar á pakkningu og fylgiseðill eru á þýsku. Distica annast heildsöludreifingu lyfsins. Vörunúmer er 969412.
Til baka Senda grein