Fréttir


Fréttir

Ársskýrsla Lyfjastofnunar 2013 er komin út

24.7.2014

Ársskýrslan er með nokkuð öðru sniði en undanfarin ár. Í stað hefðbundinna kafla um starfsemi hvers sviðs er áhersla lögð á valda þætti í starfi stofnunarinnar.

Á vef stofnunarinnar er, ásamt ársskýrslunni, birtur viðauki með tölulegri samantekt um starfsemi einstaka sviða.

Í inngangi ársskýrslunnar bendir Rannveig Gunnarsdóttir forstjóri meðal annars á frumkvæði Lyfjastofnunar í norrænu samstarfi um sameiginlegar lyfjaumbúðir. Þar hefur Lyfjastofnun beitt sér fyrir fjöllanda pakkningum sem leið til að bæta aðgengi að lyfjum hér á landi. Einnig nefnir hún að erfiðlega gangi að fá skilning á því að föst fjárlög henta ekki þeim rekstri Lyfjastofnunar sem byggir á umsóknartekjum.

Ársskýrsla Lyfjastofnunar 2013   Viðauki við ársskýrslu
Til baka Senda grein