Fréttir


Fréttir

Ný lyf á markað 1. júlí 2014

Stutt samantekt um ný lyf sem komu á markað 1. júlí 2014.

8.7.2014

Atorvaratio, filmuhúðaðar töflur. Hver filmuhúðuð tafla inniheldur 10 mg, 20 mg, 40 mg eða 80 mg af atorvastatini sem atorvastatinkalsíum. Lyfið er ætlað sem viðbót við breytingu á mataræði til að lækka of hátt heildarkólesteról, til lækkunar á heildarkólesteróli og LDL-kólesteróli hjá fullorðnum með arfhreina (homozygot) ættgenga kólesterólhækkun og til varnar hjarta- og æðasjúkdómum hjá fullorðnum sjúklingum sem eru taldir vera í mikilli áhættu á að fá hjartaáfall í fyrsta skipti. Lyfið er lyfseðilsskylt.

Cleodette, filmuhúðaðar töflur. Hver filmuhúðuð tafla inniheldur 0,02 mg af etinýlestradíóli og 3 mg af dróspírenóni. Hjálparefni með þekkta verkun er laktósaeinhýdrat. Lyfið er getnaðarvarnarlyf til inntöku. Lyfið er lyfseðilsskylt.

Cleonita, filmuhúðaðar töflur. Hver filmuhúðuð tafla inniheldur 0,02 mg af etinýlestradíóli og 3 mg af dróspírenóni. Hjálparefni með þekkta verkun er laktósaeinhýdrat. Lyfið er getnaðarvarnarlyf til inntöku. Lyfið er lyfseðilsskylt.

Cleosensa, filmuhúðaðar töflur. Hver filmuhúðuð tafla inniheldur 0,03 mg af etinýlestradíóli og 3 mg af dróspírenóni. Hjálparefni með þekkta verkun er laktósaeinhýdrat. Lyfið er getnaðarvarnarlyf til inntöku. Lyfið er lyfseðilsskylt.

Clozapine Actavis, töflur. Hver tafla inniheldur 25 mg eða 100 mg af klózapíni. Lyfið er ætlað til meðferðar hjá sjúklingum með geðklofa og hjá sjúklingum með geðklofa sem fá við notkun annarra geðrofslyfja alvarlegar taugatengdar aukaverkanir sem ekki er hægt að meðhöndla. Lyfið er einnig ætlað til notkunar við geðrofsröskunum sem koma fram við meðferð gegn Parkinsons-sjúkdómi, í þeim tilvikum sem hefðbundin meðferð hefur ekki nægt. Lyfið er lyfseðilsskylt.

Rosuvastatin Krka, filmuhúðaðar töflur. Hver filmuhúðuð tafla inniheldur 5 mg, 10 mg, 20 mg eða 40 mg af rosuvastatini sem rosuvastatínkalsíum. Hjálparefni með þekkta verkun laktósaeinhýdrat. Lyfið er ætlað til meðferðar við kólesterólhækkun í blóði og til að fyrirbyggja hjarta- og æðasjúkdóma. Lyfið er lyfseðilsskylt.  

Xtandi, mjúk hylki. Hvert mjúkt hylki inniheldur 40 mg af enzalutamidi. Lyfið er ætlað til meðferðar við krabbameini í blöðruhálskirtli með meinvörpum, sem ekki svarar hormónahvarfsmeðferð (castration), hjá fullorðnum karlmönnum með versnandi sjúkdóm á eða eftir docetaxel-meðferð. Þetta lyf er undir sérstöku eftirliti til að nýjar upplýsingar um öryggi lyfsins komist fljótt og örugglega til skila. Heilbrigðisstarfsmenn eru hvattir til að tilkynna allar aukaverkanir sem grunur er um að tengist lyfinu. Í kafla 4.8 eru upplýsingar um hvernig tilkynna á aukaverkanir (merkt svörtum þríhyrningi). Lyfið er lyfseðilsskylt og S-merkt.

Danilon equidos, kyrni. Hver 10 g poki inniheldur suxibuzon 1,5 g í örhylkjum og hjálparefnið kínólíngult (E 104) 2,5 mg. Lyfið er ætlað hestum til meðferðar við verkjum og bólgu vegna stoðkerfissjúkdóma t.d. slitgigt, hálabelgsbólgu (bursitis), hófsperru (laminitis) og bólgu í mjúkvef. Lyfið er lyfseðilsskylt.  

Meloxidolor, stungulyf, lausn. Hver ml inniheldur meloxicam 5 mg eða 20 mg. Ábendingar fyrir tilgreindar dýrategundir: Hundar: Til að draga út bólgu og verkjum vegna bráðra eða langvinnra kvilla í stoðkerfi. Til að draga úr verkjum og bólgu eftir skurðaðgerðir á stoðkerfi og mjúkvef. Kettir: Til að draga úr verkjum eftir eggjastokka- og legnám og eftir minniháttar aðgerðir á mjúkvefjum. Nautgripir: Bráð öndunarfærasýking, samhliða viðeigandi sýklalyfjameðhöndlun, til að draga úr klínískum einkennum hjá nautgripum. Niðurgangur hjá kálfum sem eru eldri en vikugamlir og ungneytum sem ekki mjólka, samhliða vökva til inntöku til að draga úr klínískum einkennum. Við verkjum eftir afhornunaraðgerð hjá kálfum. Svín: Hreyfiraskanir sem ekki stafa af sýkingum, til að draga úr einkennum helti og bólgu. Til að draga úr verkjum eftir minniháttar skurðaðgerðir á mjúkvef eins og geldingu.

Lyfið er lyfseðilsskylt og má eingöngu nota handa dýrum þegar dýralæknir gefur það sjálfur (D).

Sjá lista.

Til baka Senda grein