Fréttir


Fréttir

Lyfjastofnun leggst gegn framkomnu frumvarpi um markaðar tekjur

Lyfjastofnun sendir Alþingi umsögn um frumvarp.

21.2.2014

Lyfjastofnun hefur sent Alþingi umsögn um frumvarp til breytingar á ýmsum lagaákvæðum um markaðar tekjur sem meirihluti fjárlaganefndar hefur lagt fram á Alþingi.

Þótt í greinargerð með frumvarpinu segi að ekki sé ráðgert að frumvarpið feli í sér skerðingu á rekstrarumfangi stofnana, þá segir þar jafnframt að það hljóti jafnan „að vera sjálfstæð ákvörðun Alþingis hvort og þá hversu mikið fé er veitt til viðkomanda verkefna“. 

Af rökstuðningi sem settur er fram í greinargerð með frumvarpinu dregur Lyfjastofnun þá ályktun, að helsta markmið frumvarpsins sé að slíta í sundur þá tengingu sem er, hefur verið og þarf að vera, á milli lögboðinna verkefna einstakra ríkisstofnana og þeirra gjalda sem þær innheimta til að standa undir þessum verkefnum annars vegar og þeirri fjárveitingu sem fjárveitingarvaldið mun úthluta hins vegar, verði frumvarpið að lögum.

Frumvarp um markaðar tekjur

Umsögn Lyfjastofnunar

Til baka Senda grein