Fréttir


Fréttir

Lyfjastofnanir Norðurlandanna birta leiðbeiningar um norrænar pakkningar lyfja.

Nýju leiðbeiningarnar, þ.e. Guideline on Nordic packages og Frequently Asked Questions eru birtar í þeim tilgangi að auðvelda vinnu við gerð sameiginlegra lyfjapakkninga fyrir Norðurlöndin.

21.2.2014

Leiðbeiningarnar eiga bæði við um lyf handa mönnum og dýralyf. Í Guideline on Nordic Packages eru almennar upplýsingar um norrænar lyfjapakkningar en í Frequently Asked Questions eru veittar ítarlegri upplýsingar um einstök atriði.
 
Markaðsleyfishafar geta sent lyfjastofnunum spurningar um ýmislegt það sem upp kann að koma um norrænar lyfjapakkningar. Til að auðvelda slíkt er nú einnig birt sérstakt eyðublað, Question to the Nordic package group, fyrir slíkar spurningar.
 
Framangreind skjöl voru útbúin í samvinnu lyfjastofnana Danmerkur, Finnlands, Íslands, Noregs og Svíþjóðar.
Til baka Senda grein