Fréttir


Fréttir

Tamoxifen Mylan – áframhaldandi skortur - lyf á undanþágulista

Skortur á skráðu tamoxifeni hefur verið lengri en búist var við og komið upp ítrekað. Til að bregðast við skorti á Tamoxifen Mylan verður óskráð lyf birt á undanþágulista.

12.2.2014

Skráða lyfið Tamoxifen Mylan sem ófáanlegt var fyrr í vetur er nú aftur ófáanlegt. Útvegað hefur verið óskráð lyf til að bregðast við skortinum og fæst það afgreitt gegn undanþágubeiðni læknis.

Til að bregðast við skorti á Tamoxifen Mylan geta læknar ávísað óskráða lyfinu Tamoxifen Aliud 10 mg 100 töflum og Tamoxifen Aliud 20 mg 100 töflum. Eins og gildir um önnur óskráð lyf hefur lyfið ekki verið metið af Lyfjastofnun og engar upplýsingar á íslensku fylgja til sjúklings. Læknum er sérstaklega bent á þetta með það í huga að þeir veiti sjúklingum nauðsynlegar upplýsingar sem þeir hefðu annars fengið með íslenskum fylgiseðli. Lyfið verður birt á undanþágulista með lyfjaverðskrá 1. mars nk.og er nú fáanlegt.

Lyfið er G‑merkt og leyfilegt hámarksverð í smásölu er 5.973 kr. (10 mg) og 6.129 kr. (20 mg).

Læknar þurfa að ávísa lyfinu á undanþágulyfseðli en þurfa eingöngu að fylla út hægri hlið seðilsins. Lyfjabúðir geta afgreitt lyfið strax eins og það sé nú þegar á undanþágulista. Parlogis hf. annast heildsöludreifingu lyfsins. Vörunúmer eru 96 91 23 (10 mg) og 96 91 15 (20 mg).
Til baka Senda grein