Ný lyf á markað 1. febrúar 2014
Stutt samantekt um ný lyf sem komu á markaði 1. febrúar 2014.
Gasterix, magasýruþolin hörð hylki. Hvert hylki inniheldur 15 mg eða 30 mg af lansoprazoli. Lyfið er ætlað til meðferðar við skeifugarnar- og magasári, bakflæðisvélindabólgu, upprætingarmeðferð við Helicobacter pylori (H. pylori), einkennameðferð við vélindabakflæði og Zollinger-Ellison heilkenni. Lyfið er lyfseðilsskylt.
Hjarta-Aspirín, magasýruþolnar töflur. Hver tafla inniheldur 75 mg af asetylsalicylsýru. Lyfið er ætlað við annars stigs forvörn gegn hjartadrepi, til að fyrirbyggja hjarta- og æðasjúkdóma hjá sjúklingum með hjartaöng í jafnvægi, til að fyrirbyggja stíflu eftir hjáveituaðgerð (CABG) og við annars stigs forvörn gegn skammvinnum blóðþurrðarköstum (TIA). Lyfið er lausasölulyf.
Oprymea, forðatöflur. Hver forðatafla inniheldur 0,26 mg, 0,52 mg eða 2,1 mg af pramipexóli sem samsvara 0,375 mg, 0,75 mg eða 3 mg af pramipexól tvíhýdróklóríð einhýdrati. Lyfið er ætlað fullorðnum til meðferðar á einkennum Parkinsonsveiki eitt sér eða í samsetningu með levódópa. Lyfið er lyfseðilsskylt.