Fréttir


Fréttir

Unnið að því að fjölga markaðssettum lyfjum hér á landi

Markmiðið er að stuðla að stöðugleika í framboði en einnig að auka samkeppni.

4.9.2013

Lyfjastofnun hefur á undanförnum árum unnið að því að fjölga markaðssettum lyfjum hér á landi, bæði mannalyfjum og dýralyfjum. Markmiðið hefur verið að fylla upp í sem flestar eyður í framboði lyfja og stuðla að stöðugleika í framboði en einnig að auka samkeppni.

Ein þeirra leiða sem farin hefur verið með aðstoð margra umsjónarlanda er sk. „núll daga ferill“.

Á grundvelli fenginnar reynslu birtir Lyfjastofnun nú upplýsingar um þetta verkefni og hvetur lyfjafyrirtæki til að nýta sér fyrirliggjandi úrræði til að fjölga skráðum lyfjum á Íslandi, ekki hvað síst lyfjum sem komið geta í stað lyfja sem notuð eru í undanþágukerfinu.

Sjá nánar

Til baka Senda grein