Fréttir


Fréttir

Ný lyf á markað 1. janúar 2013

Stutt samantekt um ný lyf á markaði 1. janúar 2013

2.1.2013

Eklira Genuair, innöndunarduft. Í hverjum skammti eru 375 μg af aklídiníumbrómíði (samsvarar 322 μg af aklídiníumi). Lyfið er ætlað til berkjuvíkkandi viðhaldsmeðferðar til að draga úr einkennum hjá fullorðnum sjúklingum með langvinna lungnateppu (LLT). Lyfið er lyfseðilsskylt.
 

Gestrina Hver filmuhúðuð tafla inniheldur75 míkróg af desógestreli. Lyfið er getnaðarvörn til inntöku. Lyfið er lyfseðilsskylt.

Montelukast Teva Hver filmhúðuð tafla  inniheldur 5,2 mg eða 10,4 mg montelukast natríum, sem jafngildir 5mg eða 10 mg af montelukasti. Lyfið er ætlað til meðferðar við astma sem viðbótarmeðferð hjá sjúklingum, 15 ára og eldri, sem hafa vægan eða miðlungi mikinn viðvarandi astma, þegar meðferð með barksterum til innöndunar er ekki fullnægjandi og þegar notkun stuttverkandi β-örva „eftir þörfum” veitir ekki fullnægjandi klíníska meðferð við astma. Lyfið er lyfseðilsskylt.

Octostim Nefúði, lausn. Hver skammtur inniheldur 0,15 mg af desmopressin asetati. Lyfið er  ætlað til aukningar á blóðþéttni storkuþáttar VIII, í blóði sjúklinga með væga eða miðlungsmikla dreyrasýki A eða von Willebrands sjúkdóm. Lyfið er lyfseðilsskylt og ávísun þess er bundin við sérfræðinga í blóðsjúkdómum.

Oxycodone ratiopharm Hver forðatafla inniheldur 20 mg, 40 mg eða 80 mg af oxycodon hydrochloridi, sem samsvarar 17,9 mg, 35.9 mg eða 71,7 mg af oxycodoni. Lyfið er ætlað til meðhöndlunar á slæmum verkjum sem aðeins er hægt að meðhöndla á fullnægjandi hátt með ópíóíð verkjalyfjum. Lyfið er lyfseðilsskylt og eftirritunarskylt.

Plenadren, töflur með breyttan losunarhraða. Hver tafla inniheldur 5mg eða 20 mg af hýdrókortisóni. Lyfið er ætlað til meðferðar við nýrnahettubilun hjá fullorðnum. Lyfið er lyfseðilsskylt.

Tolterodin Actavis Hvert hart forðahylki inniheldur 2 mg eða 4 mg samsvarandi 1,37 mg eða 2,74 mg af tolteródíni. Lyfið er ætlað til meðferðar á einkennum bráðaþvagleka og/eða aukinni þvaglátatíðni og þvaglátaþörf eins og getur komið fram hjá sjúklingum með ofvirka þvagblöðru (overactive bladder syndrome). Lyfið er lyfseðilsskylt.

Vaniqa, krem. Í hverju g af 11,5% w/w kremi eru 115 mg eflornitín (sem vetnisklóríðeinhýdrat). Lyfið er ætlað við óeðlilega mikilli hæringu (hirsutism) í andliti hjá konum. Lyfið er lyfseðilsskylt.

Sjá lista

Til baka Senda grein