Fréttir


Fréttir

Til heilbrigðisstarfsfólks – Sérmerking mikilvægra öryggisupplýsinga frá markaðsleyfishöfum

Mikilvægar öryggisupplýsingar og samkomulag Lyfjastofnunar og Frumtaka um sérmerkingu á sendingum til heilbrigðisstarfsfólks.

18.12.2012

Eins og fram kom í frétt Lyfjastofnunar 29. nóvember sl. hefur samkomulag verið gert milli Lyfjastofnunar og Frumtaka um merkingu öryggispplýsinga og fræðsluefnis. Samkvæmt samkomulaginu skuldbinda markaðsleyfishafar, sem aðild eiga að því, sig til að nota merkið ávallt til að auðkenna sendingar með öryggispplýsingum og fræðsluefni til heilbrigðisstarfsfólks. Óheimilt er að nota merkið í öðrum tilgangi.
 

Þar sem auðkenningin er talin mikilvægur liður í að tryggja öryggi við nokun lyfja á Íslandi hefur Lyfjastofnun hvatt alla markaðsleyfishafa lyfja á Íslandi til að gerast aðilar að samkomulaginu.

Ekki er hægt að treysta því að allur póstur með mikilvægum öryggisupplýsingum sé sérmerktur fyrr en allir markaðsleyfishafar hafa gerst aðilar að samkomulaginu.

Birtur hefur verið listi yfir þá markaðsleyfishafa sem eru aðilar að því og verður hann uppfærður í hvert sinn sem á fleiri bætast í hópinn.
Til baka Senda grein