Fréttir


Fréttir

Öll lyf handa dýrum sem gefa af sér afurðir til manneldis verða lyfseðilsskyld

Heimild til sölu tiltekinna dýralyfja án lyfseðils fellur úr gildi frá næstu áramótum

10.12.2012

Tilskipun framkvæmdastjórnarinnar nr. 2006/130/EB hefur verið tekin upp í EES samninginn og innleidd hér á landi með 72. gr. reglugerðar nr. 141/2011 um markaðsleyfi sérlyfja, merkingar þeirra og fylgiseðla. Í tilskipuninni eru tilgreindar forsendur fyrir því að dýralyf handa dýrategundum sem gefa af sér afurðir til manneldis séu seld án lyfseðils.

 

Lyfjastofnun hefur yfirfarið og endurmetið forsendur til sölu dýralyfja án lyfseðils. Endurmatið náði til dýralyfja sem ætluð eru dýrategundum sem gefa af sér afurðir til manneldis og var m.a. litið til mikilvægis eftirlits með notkun lyfja handa þeim. Niðurstaða Lyfjastofnunar er að öll slík dýralyf skuli vera lyfseðilsskyld. Ákvörðunin gildir frá 1. janúar 2013.

 

Markaðsleyfishöfum lyfjanna sem um ræðir hefur verið tilkynnt um þessa breytingu og gerðu þeir ekki athugsemdir við hana.

 

Frá 1. janúar 2013 verður lyfjabúðum, dýralæknum og öðrum sem leyfi hafa til smásölu lyfja óheimilt að selja lyfin sem um ræðir nema gegn lyfseðli dýralæknis.

 

Dýralyf sem fengist hafa án lyfseðils en verða lyfseðilsskyld frá næstu áramótum eru:

Bimectin Horse Oral Paste Pasta til inntöku

Droncit, vet.                         Hlaup til inntöku

Equimax Easy                     Tuggutafla

Eqvalan vet.                        Pasta til inntöku

Noromectin                         Pasta til inntöku

Panacur, vet.                       Pasta til inntöku

Til baka Senda grein