Fréttir


Fréttir

Settur forstjóri Lyfjastofnunar í morgunþætti RÚV um lyfjafalsanir

Helga Þórisdóttir, settur forstjóri Lyfjastofnunar, varar við lyfjakaupum á netinu í viðtali í morgunútvarpi RÚV þar sem fjallað var um falsaðan varning.

5.12.2012

Helga Þórisdóttir, settur forstjóri Lyfjastofnunar, kom fram í morgunþætti RÚV í morgun. Hún sagði m.a. að lyfjafalsanir væru risavaxið alþjóðlegt vandamál og að ný löggjöf Evrópusambandsins sem tæki á þessu vandamáli væri væntanleg á næsta ári. Sú löggjöf yrði síðan innleidd hér á grundvelli EES-samningsins.
 

Helga tók einnig fram að ekki hafi fundist fölsuð lyf í löglegri dreifingu á Íslandi, enda væru varnir gegn þessum vágesti traustar hér á landi þar sem aðföng væru beint frá framleiðendum eða markaðsleyfishöfum, rekjanleiki væri til staðar og virkt eftirlit.

Hins vegar sé full ástæða fyrir fólk að vera á varðbergi ef lyf eru keypt á netinu. Lyfjastofnun varar við slíkum kaupum, enda netið aðalsölustaður falsaðra lyfja.

Hægt er að hlusta á þáttinn í vef RÚV.

Til baka Senda grein