Fréttir


Fréttir

Ný lyf á markað 1. desember 2012

Stutt samantekt um ný lyf á markaði 1. desember 2012

3.12.2012

Alfuzosin hydrochlorid ratiopharm  Hver forðatafla inniheldur 10 mg af alfuzosin hydróklóríði. Lyfið er ætlað til meðferðar við miðlungi til verulega  miklum starfrænum einkennum góðkynja stækkunar í blöðruhálskirtli (BPH). Lyfið er lyfseðilsskylt.
 

Azithromycin Actavis  Hver filmhúðuð tafla inniheldur 250 mg eða 500 mg af azitrómýcíni (sem tvíhýdrat). Hver 250 mg tafla inniheldur 60 mg af vatnsfríum laktósa og hver 500 mg tafla inniheldur 120mg af vatnsfríum laktósa. Lyfið er ætlað gegn bakteríusýkingum af völdum örvera sem eru næmar fyrir azitrómýcíni. Lyfið er lyfseðilsskylt.

Azithromycin Eberth, innrennslisstofn, lausn.  Hvert hettuglas inniheldur 500 mg azitrómýsin (sem samsvarar 524,03 mg azitrómýsin tvíhýdrat), sem gefur 100 mg/ml azitrómýsin lausn eftir blöndun. Þynna skal stofnlausnina að 1 mg/ml eða 2 mg/ml. Lyfið inniheldur 7,31 mmól (168,2 mg) natríum í hverju hettuglasi. Lyfið er ætlað til meðferðar við lungnabólgu sem smitast utan sjúkrahúss og er af völdum næmra örvera og til meðferðar gegn bólgusjúkdómi í grindarholi (pelvic inflammatory disease) af völdum næmra örvera þegar þörf er á upphafsmeðferð í bláæð. Fylgja skal opinberum leiðbeiningum um viðeigandi notkun sýklalyfja. Lyfið er lyfseðilsskylt og sjúkrahúsmerkt (S).

Fentanyl ratiopharm  Úr hverjum forðaplástri losna 12 míkrógrömm/klst., 25 míkrógrömm/klst., 50 míkrógrömm/klst., 75 míkrógrömm/klst. eða 100 míkrógrömm/klst. Lyfið er ætlað langtíma meðferðar við miklum verkjum sem aðeins er hægt að meðhöndla nægilega vel með ópíóíð verkjalyfjum. Lyfið er lyfseðilsskylt og eftiritunarskylt.

Finasterid LYFIS  Hver filmuhúðuð tafla inniheldur 5 mg af finasteridi. Lyfið er ætlað til meðferðar við góðkynja stækkunar á blöðruhálskirtli. Lyfið er lyfseðilsskylt.

Metoject, stungulyf.  Hver ml inniheldur 50 mg af metótrexati (sem metótrexat tvínatríum). Lyfið er í áfylltum sprautum sem innihalda 0,15 ml, 0,20 ml, 0,25 ml, 0,30 ml, 0,35 ml, 0,40 ml, 0,45 ml, 0,50 ml 0,55 ml og 0,60 ml. Lyfið er ætlað til meðferðar við virkri iktsýki hjá fullorðnum sjúklingum, við fjölliðagigtarformi af alvarlegri, virkri sjálfvakinni barnaliðagigt, þegar svörun við bólgueyðandi gigtarlyfjum (NSAID) hefur reynst ófullnægjandi og við alvarlegum þrálátum psoriasis sem dregur úr starfsgetu, og svarar ekki nægjanlega vel öðrum meðferðum svo sem ljósameðferð, PUVA og retínóíðum, og alvarleg psoriasis liðbólga hjá fullorðnum sjúklingum. Lyfið er lyfseðilsskylt og ávísun þess er bundin við sérfræðinga í gigtarlækningum og húðsjúkdómum.

Naso-ratiopharm, nefúði, lausn.  Hver ml inniheldur 1 mg af xylometazolin hýdróklóríði. Lyfið er ætlað til að draga úr aukinni slímmyndun í tengslum við nefslímubólgu og skútabólgu. Lyfið er selt á lyfseðils.

Omeprazol Pensa, sýruþolin hörð hylki. Hvert sýruþolið hylki inniheldur 20 mg af ómeprazóli. Lyfið er ætlað til meðferð við skeifugarnarsárum, magasárum, í samsetningu með viðeigandi sýklalyfjum til að uppræta Helicobacter pylori (H.pylori), til að koma í veg fyrir maga- og skeifugarnarsár tengdum bólgueyðandi gigtarlyfjum (NSAID) hjá sjúklingum í áhættuhópi, til meðferð við bakflæðisvélinda-bólgu og til meðferð við Zollinger-Ellison heilkenni. Heimilt er að selja takmarkað magn lyfsins í lausasölu.

Ropinirol Actavis  Hver filmuhúðuð tafla inniheldur 4 mg eða 8 mg af rópíníróli sem hýdróklóríð. Töflunrnar innihalda laktósa sem laktósaeinhýdrat. Lyfið er ætlað til upphafsmeðferð eitt sér, til að tefja innleiðingu levódópa og meðan sjúkdómurinn stendur yfir, í samsettri meðferð með levódópa, þegar áhrif levódópa dvína eða verða óstöðug og sveiflukennd áhrif koma fram („end of dose“ eða „on-off“ sveiflur). Lyfið er lyfseðilssktylt.
 

Ropinirole Portfarma  Hver forðatafla inniheldur 4 mg eða 8 mg af rópíníróli sem rópínírólhýdróklóríð. 4 mg forðatafla inniheldursunset yellow (E110). Lyfið er ætlaðsem upphafsmeðferð er lyfið gefið eitt sér til að seinka þörf á að hefja levódópameðferð og sem samsett meðferð ásamt levódópa á síðari stigum sjúkdómsins þegar áhrif levódópa minnka eða breytast og sveiflukennd áhrif koma fram (“end of dose” eða “on-off” sveiflur). Lyfið er lyfseðilssktylt.

Rosuvastatin Actavis  Hver filmuhúðuð tafla inniheldur 20 mg rósuvastatín sem rósuvastatínkalsíum. Lyfið er ætlað fullorðnum, unglingum og börnum 10 ára og eldri með frumkomna kólesterólhækkun í blóði (tegund IIa, þar með talin arfblendna ættgenga kólesterólhækkun í blóði) eða blandaða blóðfitutruflun ((mixed dyslipidaemia) (tegund IIb)), sem viðbót við mataræði þegar sérstakt mataræði og önnur meðferð án lyfja (t.d. líkamsþjálfun og megrun) hefur ekki borið viðunandi árangur. Lyfið er lyfseðilsskylt.

Tamsulosin Medical,  hörð hylki með breyttan losunarhraða. Hvert hylki inniheldur 0,4 mg tamsulosin hýdróklóríði. Lyfið er ætlað til meðhöndlunar á einkennum frá neðri þvagfærum vegna góðkynja stækkunar á blöðruhálskirtli. Lyfið er lyfseðilsskylt

Trajenta  Hver filmhúðuð tafla inniheldur 5 mg linagliptin. Trajenta er ætlað til meðferðar við sykursýki af tegund 2 til að bæta blóðsykurstjórnun hjá fullorðnum í einlyfjameðferð og í samsettri meðferð ásamt metformini og sulfonylurealyfi. Lyfið er lyfseðilsskylt.

Sjá lista

Til baka Senda grein