Fréttir

Ný lyf á markað 1. september 2012

Stutt samantekt um ný lyf á markaði 1. september 2012

4.9.2012

Cetirizin ratiopharm  Hver filmuhúðuð tafla inniheldur 10 mg af cetirizin tvíhýdróklóríði. Lyfið er ætlað fullorðnum og börnum 6 ára og eldri til að draga úr einkennum frá nefi og augum hjá þeim sem hafa árstíðabundið eða stöðugt ofnæmiskvef og til að draga úr einkennum langvinns ofsakláða af óþekktum orsökum. Heimilt er að selja takmarkað magn lyfsins í lausasölu sbr. lista pakkningar merktar (L).
 

Citalopram Bluefish  Hver filmhúðuð tafla inniheldur citalopram hýdróbrómíð samsvarandi 10 mg, 20 mg eða 40 mg af citaloprami. Lyfið er ætlað til meðferðar við alvarlegum þunglyndislotum. Lyfið er lyfseðilsskylt.

Desloratadine ratiopharm  Hver filmhúðuð tafla inniheldur 5 mg desloratadini. Lyfið er ætlað til að draga úr einkennum ofnæmisnefkvefs og ofsakláða. Lyfið er lyfseðilsskylt.

ibuxin rapid  Hver filmuhúðuð tafla inniheldur 684 mg af ibuprofen-DL-lýsíni, sem samsvarar 400 mg af ibuprofeni. Lyfið er ætlað til einkennameðferðar hjá fullorðnum og börnum yfir 20 kg að þyngd (u.þ.b. 6 ára), við vægum til miðlungi miklum verkjum, svo sem höfuðverk, tíðaverk, tannverk, hita og verkjum sem fylgja kvefi og við bráðum mígrenihöfuðverk, með eða án fyrirboðaeinkenna. Heimilt er að selja takmarkað magn lyfsins í lausasölu sbr. lista pakkning merkt (L).

Metformin Bluefish  Hver filmhúðuð tafla inniheldur 500 mg, 850 mg eða 1000 mgaf metformin hýdróklóríði, sem samsvarar 390 mg, 663 mg eða 780 mg af metformini. Lyfið er ætlað til meðferðar við sykursýki af tegund 2, einkum hjá sjúklingum í yfirþyngd, þegar stjórnun á mataræði og hreyfing eingöngu gefa ekki nægilega góða stjórn á blóðsykri. Lyfið er lyfseðilsskylt.

Ondansetron BMM Pharma  Hver filmhúðuð tafla inniheldur 4 mg af ondansetroni sem ondansetron hýdróklóríð. Lyfið er ætlað til meðferðar við ógleði og uppköstum af völdum frumudrepandi krabbameinslyfja og geislameðferðar og sem fyrirbyggjandi og meðferð við ógleði og uppköstum eftir skurðaðgerðir hjá fullorðnum og börnum 6 mánaða og eldri og sem fyrirbyggjandi og meðferð við ógleði og uppköstum eftir skurðaðgerðir hjá börnum 1 mánaða og eldri. Lyfið er lyfseðilsskylt

Penomax  Hver tafla inniheldur pivmecillinamhýdróklóríð 200 mg. Lyfið er ætlað til meðferðar við þvagfærasýkingum án fylgikvilla hjá fullorðnum og börnum eldri en 5. ára. Lyfið er lyfseðilsskylt.

Pioglitazone Actavis  Hver tafla inniheldur 15 mg, 30 mg eða 45 mg pioglitazón sem hýdróklóríð. Lyfið er ætlað til meðferðar á sykursýki af tegund 2 í einlyfja, tveggja lyfja og þriggja lyfja meðferð. Lyfið er einnig ætlað til samhliða meðferðar með insúlíni hjá fullorðnum sjúklingum með sykursýki af tegund 2 þegar ekki næst fullnægjandi stjórn á blóðsykri með insúlín meðferð og metformín á ekki við. Lyfið er lyfseðilsskylt.

Quetiapin Bluefish  Hver filmhúðuð tafla inniheldur 25 mg, 100 mg, 150 mg, 200 mg eða 300 mg af quetiapini sem quetiapin fúmarati. Lyfið er ætlað til meðferðar við geðklofa og við miðlungi alvarlegum til alvarlegum oflætislotum í geðhvarfasjúkdómi. Lyfið er lyfseðilsskylt.

Sjá lista
Til baka Senda grein