Fréttir


Fréttir

PIP brjóstafyllingar - Nokkrar staðreyndir

Embætti landlæknis og Lyfjastofnunar hafa náið samstarf um viðbrögð við fölsuðum brjóstafyllingum.

12.1.2012

Starfsmenn Embættis landlæknis og Lyfjastofnunar munu áfram sem hingað til veita almenningi upplýsingar sem byggja á bestu þekkingu og reynslu varðandi þetta mál. Það á rætur í glæpsamlegri starfsemi fransks framleiðanda á brjóstafyllingum og læknar hafa því keypt falsaða vöru í góðri trú. Áfram verður fylgst með málinu í samvinnu við evrópskar samstarfsstofnanir og brugðist við eftir því sem við á.

Hér er stutt samantekt um staðreyndir málsins og aðkomu stofnananna.Til baka Senda grein