Fréttir


Fréttir

Enn um PIP brjóstafyllingar

6.1.2012

Embætti Landlæknis og Lyfjastofnun fylgjast grannt með þróun mála varðandi frönsku brjóstafyllingarnar Poly Implant Prothese (PIP). Íslensk yfirvöld eru í beinum samskiptum við viðkomandi yfirvöld í Evrópu og verið er að skoða samræmd viðbrögð innan Evrópu. Þá er verið að safna nauðsynlegum upplýsingum til að fá yfirsýn yfir umfang málsins. Af hálfu yfirvalda verður leitað leiða til að aðstoða þær konur sem hafa PIP brjóstafyllingar og má búast við því að heilbrigðisyfirvöld kynni aðgerðaráætlun í næstu viku.Til baka Senda grein