Fréttir


Fréttir

Ný lyf á markað 1. janúar 2012

Stutt samantekt um ný lyf á markaði 1. janúar 2012.

4.1.2012

Lyf fyrir menn

Ný lyf

Arzotilol augndropar, lausn, innihalda 20 mg af dorzólamíði (sem dorzólamíð HCl) og 5 mg af tímólóli (sem tímólólmaleat) í hverjum ml og eru ætlaðir til meðferðar á hækkuðum augnþrýstingi hjá sjúklingum með of háan augnþrýsting, gleiðhornsgláku og gláku með tálflögnun (pseudo-exfoliative glaucoma) þegar staðbundin meðferð með beta-blokkum eingöngu hefur ekki reynst nægjanleg. Lyfið er lyfseðilsskylt.

Candpress töflur, innihalda candesartancilexetil 8 eða 16 mg og eru ætlaðar til meðferðar á háþrýstingi (essential hypertension) hjá fullorðnum og til meðferðar hjá fullorðnum sjúklingum með hjartabilun og skerta slagbilsstarfsemi vinstri slegils. Lyfið er lyfseðilsskylt.

Candpress Comp töflur innihalda 16 mg candesartancilexetil og 12,5 mg hýdróklórtíazíð og eru ætlaðar meðhöndlunar á háþrýstingi (essential hypertension) hjá fullorðnum sjúklingum þegar meðferð með einu lyfi, candesartancilexetili eða hýdróklórtíazíði, hefur ekki reynst nægjanleg. Lyfið er lyfseðilsskylt.

Ixiaro stungulyf, dreifa, inniheldur veiklaða japanska heilabólguveiru og er ætlað til virkrar bólusetningar fyrir fullorðna gegn japanskri heilabólgu. Lyfið er lyfseðilsskylt.

Latanoprost / Timolol Portfarma augndropar, lausn, innihalda latanoprost 50 míkrógrömm og timololmaleat 6,8 mg, jafngilt timolol 5 mg og er ætlað að lækka augnþrýsting (intraocular pressure (IOP)) hjá sjúklingum með gleiðhornsgláku (open angle glaucoma) og hækkaðan augnþrýsting. Lyfið er lyfseðilsskylt.

Repaglinide Portfarma töflur innihalda 0,5 mg 1 mg eða 2 mg af repaglíníði. Repaglíníð er ætlað til meðferðar á sykursýki tegund 2 (insúlínóháðri sykursýki (Non Insulin-Dependent Diabetes Mellitus (NIDDM)) þegar ekki er lengur hægt að hafa viðunandi stjórn á blóðsykri með mataræði, megrun og líkamsþjálfun. Lyfið er lyfseðilsskylt.

Suprecur nefúði, lausn, inniheldur búserelínasetat 1,575 mg/g samsvarandi 1,5 mg af búserelíni, eða 0,15 mg/skammt nefúði, lausn. Lyfinu er ætlað að hamla áhrifum hormóna sem myndast í líkamanum, til undirbúnings fyrir glasafrjóvgun (in vitro fertilisation (IVF)).

Victoza stungulyf, lausn Einn ml af lausn inniheldur 6 mg af liraglútíði (glúkagon-lík peptíð-1 hliðstæða úr mönnum. Einn áfylltur lyfjapenni inniheldur 18 mg af liraglútíði í 3 ml. Lyfið er ætlað til meðferðar á fullorðnum með sykursýki af tegund 2 til að ná stjórn á blóðsykri. Lyfið er lyfseðilsskylt.

Victrelis hylki, hart. Hvert hart hylki inniheldur 200 mg af bocepreviri. Victrelis er ætlað til meðferðar við langvinnri lifrarbólgu C, af arfgerð 1, ásamt peginterferoni alfa og ribavirini, hjá fullorðnum sjúklingum með starfhæfa lifur sem hafa ekki verið meðhöndlaðir áður eða ekki svarað fyrri meðferð. Lyfið er lyfseðilsskylt og er ávísun lyfsins er bundin við sérfræðinga í smitsjúkdómum og sérfræðinga í meltingarfærasjúkdómum með sérþekkingu á lifrarsjúkdómum. Sala lyfsins á Íslandi er óheimil nema uppfyllt hafi verið skilyrði sem fram koma í viðauka IV við markaðsleyfi.

Nýtt lyfjaform

Montelukast Portfarma tuggutafla

Nýr styrkleiki

Míron filmuhúðuð tafla 15 mg

Dýralyf

Nýtt dýralyf

Finquel vet. 100% duft fyrir baðlausn; inniheldur tricainmesilat og slævingar/deyfingar á atlantshafslaxi, regnbogasilungi og á tilraunastigi gagnvart þorski, til að tryggja tímabundna deyfingu/hreyfingarleysi við bólusetningu, flokkun, vigtun, kreistingu klakfiska o.s.frv.. Lyfið er lyfseðilsskylt.

Nýr styrkleiki

Domosedan Vet. munnholshlaup 7,6 mg/ml

Listi yfir lyf markaðssett 2012 er hér.Til baka Senda grein