Fréttir

Tilkynntar aukaverkanir vegna lyfja 2010

Heildarfjöldi tilkynninga 2010 sambærilegur við fjölda tilkynninga 2009.

22.6.2011

Á árinu 2010 bárust 189 tilkynningar um mögulegar aukaverkanir eða skort á verkun lyfja. Samanborið við fjölda tilkynninga 2009 er fjöldinn árið 2010 svipaður, sérstaklega ef tekið er tillit til þess að árið 2009 bárust um 30 tilkynningar í tengslum við bólusetningar við inflúensu af stofni A(H1N1), en notkun bóluefnisins var töluvert meiri það ár.

Tilkynningar sem metnar voru alvarlegar voru 34 árið 2010 en voru 46 árið áður.

Lyfjastofnun hefur frá árinu 2007 tekið við tilkynningum frá almenningi og skýrir það að einhverju leyti aukningu síðustu ára en um 15% tilkynninga berast nú frá almenningi.

Mikilvægt er að auka enn frekar meðvitund almennings og heilbrigðisstarfsfólks um mikilvægi þess að tilkynna aukaverkanir lyfja.

Frekari upplýsingar um lyfjagát og tölfræði fyrir árið 2010 er að finna í meðfylgjandi skjali sem er úrdráttur úr ársskýrslu Lyfjastofnunar árið 2010.Til baka Senda grein