Fréttir

Lyfjabúðum fjölgaði um þrjár á árinu 2010

Þetta kemur fram í ársskýrslu Lyfjastofnunar fyrir árið 2010.

22.6.2011

Í samantekt um lyfjabúðir á Íslandi sem birt er í ársskýrslu Lyfjastofnunar fyrir árið 2010 kemur fram að lyfjabúðum fjölgaði um þrjár á árinu 2010, úr 54 í 57, en lyfjaútibúum fækkaði, úr 38 í 35.

Í lyfjaútibúum í flokki 1 er starfandi lyfjafræðingur. Í lyfjaútibúum í flokki 2 er lyfjafræðingur ekki á staðnum en afgreiðsla lyfseðilsskildra lyfja fer fram með hjálp myndsendis við móðurlyfjabúð. Lyfjaútibú í flokki 3 fá tilbúnar lyfseðlaafgreiðslur frá móðurlyfjabúð.

Sex lyfjaútibú afgreiddu fleiri en 10 þúsund lyfjaávísanir á árinu sem er meira en minnsta lyfjabúðin. Aðeins í helmingi þessara lyfjaútibúa er lyfjafræðingur starfandi. Auk lyfjaútibúa eru fjórara lyfsölur sveitarfélaga sem njóta lyfjafræðilegrar þjónustu með sama hætti og lyfjaútibú í flokki 2.Til baka Senda grein