Fréttir

Ný lyf á markað 1. júní 2011

Stutt samantekt um ný lyf á markaði 1. júní 2011.

1.6.2011

Ný lyf

Brilique filmuhúðuð tafla, 90 mg. Brilique inniheldur ticagrelor sem minnkar samloðun blóðflagna. Það er notað við ýmsum hjarta- og æðasjúkdómum. Lyfið er lyfseðilsskylt.

Enalapril LYFIS tafla, 5 mg, 10 mg og 20 mg. Enalapríl tilheyrir flokki svo kallaðra ACE-hemla. Lyfið er notað gegn háum blóðþrýstingi og hjartabilun. Það er lyfseðilsskylt.

Oxaliplatin Hospira innrennslisþykkni, lausn 5 mg/ml. Oxalíplatín er notað til að meðhöndla krabbamein með meinvörpum í ristli eða endaþarmi eða sem viðbótarmeðferð að loknum uppskurði í því skyni að uppræta æxlisvöxt í ristli. Notkun lyfsins er bundin við sjúkrastofnanir og einungis sérfræðingar í krabbameinslækningum mega ávísa því.

Ný samhliða innflutt lyf

Quetiapina Qualigen (Lyfjaver) filmuhúðuð tafla, 25 mg, 100 mg og 200 mg.

Zeldox (DAC) hylki, hart, 80 mg.

Zoladex (Lyfjaver) vefjalyf, 10,8 mg.

Nýir styrkleikar

Darazíð tafla, 20 mg/12,5 mg.

Rabeprazol Actavis sýruþolin tafla, 10 mg.

 

Listi yfir lyf markaðssett 2011 er hér.Til baka Senda grein