Lyf af markaði 1. maí 2019
Þessi lyf fóru af markaði 1. maí 2019: IntronA stungulyf, Kiovig innrennslislyf, Stesolid 5 mg/ml stungulyf og dýralyfið Cartrophen Vet 100 mg/ml stungulyf.
Í byrjun mánaðarins voru eftirfarandi lyf felld úr lyfjaskrám að ósk markaðsleyfishafa:
- IntronA stungulyf, lausn í öllum styrkleikum eða 18, 30 og 60 milljónum a.e. Lyfið er fellt úr lyfjaskrám.
- Kiovig innrennslislyf, lausn 100 mg/ml. Lyfið er fellt úr lyfjaskrám.
- Stesolid 5 mg/ml stungulyf, lausn. Lyfið er fellt úr lyfjaskrám.
- Cartrophen Vet 100 mg/ml stungulyf, lausn fyrir hunda. Lyfið er fellt úr lyfjaskrám.