Fréttir


Fréttir

Euthyrox afgreitt gegn venjulegri lyfjaávísun

Íslenskan fylgiseðil er að finna á vef Lyfjastofnunar

19.7.2019

Til að bregðast við skorti hefur Lyfjastofnun veitt heimild til sölu á Euthyrox, 50 og 100 míkróg töflum, í hollenskum 90 stk. pakkningum án umpökkunar. Um er að ræða sama lyfið og skráð er í lyfjaskrám. Ekki þarf að ávísa lyfinu með undanþágulyfseðli.

Um er að ræða eftirfarandi vörunúmer:

  • Vnr 97 96 19 - Euthyrox - 50 - míkróg tafla – 90 stk.
  • Vnr 97 96 27 - Euthyrox - 100 - míkróg tafla – 90 stk.


Mikilvægt er að sjúklingar viti að
íslenskur fylgiseðill Euthyrox er aðgengilegur á vef LyfjastofnunarApótek þurfa að benda sjúklingum á þetta.

Markaðsleyfishafi tryggi apótekum fylgiseðla á íslensku

Lyfjastofnun fer fram á að markaðsleyfishafi tryggi að apótek hafi eintök af fylgiseðlum á íslensku og að apótek afhendi hann sjúklingum sem eru að fá lyfið í fyrsta sinn. Það mun verða útfært á þann hátt að Parlogis sem er dreifingaraðili lyfsins mun senda tölvupóst á öll apótek með íslenska fylgiseðilinn á prentvænu sniðmáti sem viðhengi. Apótekin geta þannig prentað út fylgiseðilinn fyrir þá sem eru að fá lyfið í fyrsta skipti. Apótek geta einnig óskað eftir að fá senda prentaða fylgiseðla frá Icepharma sem er umboðsaðili lyfsins.

Að höfðu samráði við lyfjagreiðslunefnd hefur Lyfjastofnun einnig veitt heimild til sölu lyfsins áður en upplýsingar birtast í lyfjaskrám 1. ágúst 2019.

Til baka Senda grein