Fréttir


Fréttir

Breyting S-merkinga 1. janúar 2019: listar

Listar yfir þau lyf sem breyting S-merkinga nær til

6.7.2018

Eins og áður hefur verið greint frá hefur Lyfjastofnun ákveðið að frá og með 1. janúar 2019 muni S-merking (sjúkrahúslyf) aðeins ná til lyfja sem notuð eru á heilbrigðisstofnunum, þar sem fyrir hendi er nauðsynleg þekking, aðstaða og búnaður sem er forsenda notkunar lyfjanna.

Lyfjastofnun birtir nú lista yfir þau lyf sem verða af S-merkt frá og með 1. janúar 2019. Vinsamlegast athugið að listinn er í vinnslu og að villur gætu leynst í listunum.

Um þrjá lista er að ræða:

 

 

  • Lista yfir þau lyf sem hafa fengið markaðsleyfi á Íslandi og verða af S-merkt 1. janúar 2019.
  • Lista yfir pakkningar lyfja sem fengið hafa markaðsleyfi og eru á markaði og verða af S-merkt 1. janúar 2019.
  • Lista yfir pakkningar undanþágulyfja á rafrænum undanþágulista sem verða af S-merkt 1. janúar 2019.

 

Til 1. janúar 2019 mun stofnunin áfram S-merkja lyf sem fyrirhugað er að af S-merkja 1. janúar 2019 (tímabundið S). Listarnir verða því birtir og uppfærðir á vef stofnunarinnar um hver mánaðarmót. Á vefnum er listana að finna undir útgefið efni > listar.

 

Vinsamlega sendið spurningar og athugasemdir fyrir 10. september 2018 á netfangið [email protected] merkt: S-merkingar – athugasemdir.

Til baka Senda grein